Veitingahúsið Gamla fjósið er staðsett að Hvassafelli undir Eyjafjöllum og stendur undir hinu stórbrotna Steinafjalli sem gnæfir yfir byggðina og er rekið af fjölskyldunni á Hvassafelli. Eftir gosið í Eyjafjallajökli 2010 jókst ferðamannastraumur í sveitinni og var tekin sú ákvörðun að rífa út úr gömlu fjósi sem staðið hafði ónotað í 10 ár og breyta því í veitingastað.
Á Hvassafelli er mjólkurframleiðsla með um 70 mjólkandi kúm sem lifa á grasi og korni sem er ræktað á bænum. Kálfar sem fæðast á bænum eru því margir og verða kvígur að mjólkurkúm en nautin að dýrindis steikum og öðru góðgæti sem finna má á matseðil veitingastaðarins.Áhersla okkar er á góða og persónulega þjónustu og bjóða upp á ljúfenga rétti úr besta fáanlega hráefni sem við ræktum sjálf eða fáum úr næsta nágrenni. Uppistaðan á matseðlinum er nautakjöt sem framleitt er á bænum.
Gamla Fjósið
Hvassafell
861 Hvolsvöllur
Sími: 487-7788
gamlafjosid@gamlafjosid.is
www.gamlafjosid.is
11 – 21 alla daga