Leyndarmálið undir fjöllunum…

Veitingastaður.

Kaffihús

Bar.

Um Okkur

Heimilislegur veitingastaður

Veitingahúsið Gamla fjósið er staðsett að Hvassafelli undir Eyjafjöllum og stendur undir hinu stórbrotna Steinafjalli sem gnæfir yfir byggðina og er rekið af fjölskyldunni á Hvassafelli. Eftir gosið í Eyjafjallajökli 2010 jókst ferðamannastraumur í sveitinni og var tekin sú ákvörðun að rífa út úr gömlu fjósi sem staðið hafði ónotað í 10 ár og breyta því í veitingastað.

Á Hvassafelli er mjólkurframleiðsla með um 70 mjólkandi kúm sem lifa á grasi og korni sem er ræktað á bænum. Kálfar sem fæðast á bænum eru því margir og verða kvígur að mjólkurkúm en nautin að dýrindis steikum og öðru góðgæti sem finna má á matseðil veitingastaðarins.Áhersla okkar er á góða og persónulega þjónustu og bjóða upp á ljúfenga rétti úr besta fáanlega hráefni sem við ræktum sjálf eða fáum úr næsta nágrenni. Uppistaðan á matseðlinum er nautakjöt sem framleitt er á bænum.

Staðsetning

Gamla Fjósið

Hvassafell

861 Hvolsvöllur

Sími: 487-7788

gamlafjosid@gamlafjosid.is

www.gamlafjosid.is

 

Opnunartími:

11 – 21 alla daga

Starfsfólk

Gamla fjósið er fjölskyldurekinn staður. Heiða Björg Scheving húsfreyja á Hvassafelli hefur yfirumsjón með rekstri staðarinns á meðan bóndinn á bænum, Páll Magnús Pálsson, sér um búverkin og ræktar afurðirnar sem fylla svo ljúfengan matseðilinn.

Starfslið staðarinns samanstendur af samheldnum hóp sem lifir eins og ein stór fjölskylda á bænum yfir sumarmánuðina. Þannig skapast stórkostlegur starfsandi sem smitar útfrá sér og skapar einstaka stemningu á staðnum.

 

Matseðillinn okkar

Matseðill

Hér er matseðill Gamla fjóssins.

Við leggjum metnað okkar í að því að bjóða uppá ferskt hráefni úr heimabyggð.

Matseðill / menu

Fréttir og viðburðir

Hafðu samband við okkur

Staðsetning

Gamla fjósið er staðsett á Steinum undir Eyjafjöllum.

Akstur frá Hvolsvelli tekur uþb 30 mín.

Aðeins 5 mín frá Þorvaldseyri.

 

Gamla Fjósið
Hvassafell
861 Hvolsvöllur

 

Opnunartími:

11 - 21 alla daga

Hafðu samband